Ölvun ekkert vandamál í Leifsstöð

Loksins bar í Leifsstöð. Áfengi selst á öllum tímum en …
Loksins bar í Leifsstöð. Áfengi selst á öllum tímum en mun minna á morgnana að sögn framkvæmdastjóra Lag­ar­dère, sem rekur barinn.

Ölvun hefur ekki verið vandamál í Leifsstöð að sögn Guðna Sigurðssonar, talsmanns Isavia, og undir það tekur Sig­urður Skag­fjörð Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Lag­ar­dère, sem rekur Loksins bar, í samtali við Túrista. Sigurður segir að engin teljanleg vandræði hafi skapast vegna drykkju í Leifsstöð og séu atvikin teljandi á fingrum annarrar handar.

Líkt og fram hefur komið hefur verið ákveðið að takmarka áfengissölu á flugvellinum í Bergen og verður ekkert áfengi í boði frá klukkan sex til átta á morgnana.

Frétt mbl.is: Ekkert vín fyrir morgunflug

Loksins bar er opnaður á milli klukkan fjögur og fimm á morgnana og er honum vanalega lokað á miðnætti þrátt fyrir að stundum sé opið til klukkan eitt að nóttu.

Í samtali við Túrista segir Sigurður gesti barsins helst panta bjór og léttvín en að lítið seljist af sterku áfengi. Spurður um hvort margir farþegar kaupi sér áfenga drykki fyrir morgunflug segir Sigurður að bjór seljist á öllum tímum en mun minna á morgnana en meira þegar líður á daginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK