Hafnar ásökunum Gamma

Arnór Sighvatsson
Arnór Sighvatsson mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Seðlabanki Íslands segir að fulls jafnræðis sé gætt í tengslum við þær heimildir sem bankinn hefur veitt lífeyrissjóðum og öðrum innlendum vörsluaðilum séreignarlífeyrissparnaðar til fjárfestinga erlendis.

Með því hafnar bankinn þeim ásökunum sem fram komu í bréfi sem Gísli Hauksson, forstjóri Gamma, ritaði seðlabankastjóra, en í bréfinu var þess krafist að bankinn veitti verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum samskonar heimildir til fjárfestinga erlendis.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, bankann ætíð líta til jafnræðissjónarmiða við ákvarðanir sínar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK