Stiglitz segir sig úr Panama-nefnd

Joseph Stiglitz er einn þekktasti hagfræðingur heims.
Joseph Stiglitz er einn þekktasti hagfræðingur heims. AFP

Hagfræðingurinn Joseph Stiglitz hefur sagt sig úr nefnd sem stjórnvöld í Panama settu á laggirnar til að bæta bankakerfi landsins. Stiglitz, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2001, segir afskipti stjórnvalda af störfum nefndarinnar hafa jaðrað við ritskoðun. Svisslendingurinn Mark Pieth sagði sig einnig úr nefndinni á föstudag, en hann er sérfræðingur í spillingarmálum, kennir lögfræði við Basel-háskóla og stýrði á sínum tíma starfshópi hjá OECD sem skoðaði mútugreiðslur í alþjóðaviðskiptum. Var það New York Times sem greindi fyrst frá tíðindunum.

Segjast vilja draga úr misnotkun bankaleyndar

Nefndin var sett á laggirnar í apríl í kjölfar þess að Panamaskjölunum svokölluðu var lekið. Þar kom í ljós að panamísk lögfræðistofa hafði haft milligöngu um að stofna aflandsreikninga sem sumir virtust geyma illa fengið fé. Er nefndinni ætlað að setja fram tillögur um hvernig má koma í veg fyrir að fjármálakerfi Panama verði notað í ólöglegum tilgangi. Fjórir aðrir sérfræðingar sem fengnir voru til að sitja í nefndinni eru enn að störfum.

Utanríkisráðuneyti Panama sendi frá sér tilkynningu á laugardag þar sem segir að stjórnvöld „beri fullan skilning á afsögnunum og þeim innri ágreiningi“ sem hefur átt sér stað. Ítrekaði ráðuneytið að stjórnvöld lofa gagnsæi og alþjóðlegri samvinnu. Segir ráðuneytið að þegar sé búið að innleiða sumar frumtillögur nefndarinnar á meðan aðrar séu enn í skoðun, að því er BBC greinir frá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK