Vaxtagjöld ríkissjóðs verða mikil þrátt fyrir bankasölu

Skuldir ríkissjóðs eru meira en 1.000 milljarðar nú um stundir …
Skuldir ríkissjóðs eru meira en 1.000 milljarðar nú um stundir en ættu að lækka hratt á komandi árum. mbl.is/Þorkell

Í lok árs 2021 munu skuldir ríkissjóðs nema 662 milljörðum króna, að því gefnu að hægt verði að selja allan hlut ríkisins í Íslandsbanka og að 30% hlutur verði einnig seldur í Landsbankanum. Sú skuldastaða mun leiða til þess að ríkissjóður verður að reiða fram 39 milljarða í vaxtagreiðslur af skuldum sínum á árinu 2021.

Í nýju nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar, við fjármálaáætlun fyrir árin 2017 til 2021, er áhyggjum lýst af þessari stöðu. Bendir nefndin á að ef hagvöxtur reynist minni en spár gera ráð fyrir, og tekjur hins opinbera af þeim sökum minni en lagt er upp með, geti það hæglega valdið því að áætlaður afgangur af fjárlögum snúist í halla.

Blóðugt fyrir ríkissjóð

Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir vaxtakostnaðinn of háan. „Þeir peningar sem við greiðum í vexti verða ekki notaðir í annað og það er blóðugt að þurfa að borga slíkt. Á árinu 2021 stefnir allt í að ríkissjóður greiði í vexti upphæð sem slagar í að vera jafnhá og rekstrarkostnaður Landspítalans,“ segir hann, en nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK