Selur í Facebook fyrir 11 milljarða

Mark Zuckerberg.
Mark Zuckerberg. AFP

Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi samfélagsmiðilsins Facebook, hefur selt hlut í fyrirtækinu fyrir um 95 milljónir dala, sem jafngildir um ellefu milljörðum króna, til þess að fjármagna góðgerðarstarfsemi fjölskyldu sinnar.

Alls seldi hann yfir 760 þúsund hluti á verðbilinu 122,85 til 124,31 dali á hlut. Voru hlutirnir seldir í gegnum eignarhalds- og góðgerðarfélög á hans vegum.

Í frétt AFP segir að um hafi verið að ræða aðeins fyrstu sölu Zuckerbergs af mörgum. Markmið góðgerðarfélaga hans er meðal annars að fjármagna ýmis nýsköpunarverkefni í heilbrigðismálum, vísindum og menntun. Zuckerberg og Priscilla Chan, eiginkona hans, hyggjast gefa 99% af auðæfum sínum yfir ævina til góðgerðarmála.

Þegar þau tilkynntu um áformin í desember í fyrra var talið að gjöf þeirra væri 45 milljarða dala virði. Síðan þá hafa hlutabréf í Facebook hækkað um meira en 15% í verði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK