Hlutabréf hækka eftir vaxtaákvörðun SÍ

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Hlutabréf í Kauphöll Íslands hafa hækkað talsvert það sem af er degi í kjölfar ákvörðunar peninganefndar Seðlabankans að lækka stýrivexti sína um 0,5 prósentustig fyrr í dag. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um 2,65% og stendur nú í 1751 stigi.

Viðskipti það sem af eru degi nema um 3 milljörðum, en mest hafa þau verið með bréf Icelandair, eða sem nemur 603 milljónum. Viðskipti með bréf N1 nema um 416 milljónum og með bréf Haga fyrir 362 milljónir.

Mesta hækkunin hefur verið á bréfum Eikar, HB Granda og VÍS, en bréf í fyrirtækjunum hafa öll hækkað meira en 4%. Öll önnur félög í Kauphöllinni hafa hækkað um meira en 2% það sem af er degi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK