Kvika hagnast um 378 milljónir

Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku.
Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku. Ljósmynd/Kvika

Kvika banki hagnaðist um 378 milljónir á fyrri hluta ársins. Hreinar rekstrartekjur námu 2.164 milljónum á tímabilinu samanborið við 2.535 milljónir á seinni helmingi ársins 2015. Rekstrarkostnaður nam 1.668 milljónum króna á fyrri hluta árs 2016.

Í lok júní 2016 námu heildareignir samstæðu Kviku 77.825 milljónum króna samanborið við 61.614 milljónir króna í árslok 2015 og nemur hækkunin 26% á tímabilinu. Útlán til viðskiptavina námu 23 milljörðum króna í lok júní 2016. Almenn innlán og peningamarkaðsinnlán jukust um rúma 14 milljarða króna, eða 30%, á árinu.

Eiginfjárhlutfall í lok júní var 18,0% samanborið við 23,5% í árslok 2015. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að lækkunin sé í samræmi við áætlun og skýrist að miklu leyti af lækkun hlutafjár sem samþykkt var á hlutahafafundi fyrr á árinu. Þá segir að bankinn sé vel í stakk búinn til að takast á við mögulegt fjárútflæði í kjölfar afnáms fjármagnshafta, en lausafjárþekja bankans var 211%.

Haft er eftir Sigurði Atla Jónssyni, forstjóra Kviku, að bankinn hafi náð rekstrarlegum markmiðum sem voru sett við sameiningu Straums fjárfestingabanka og MP banka. „Afkoma Kviku er góð og í samræmi við áætlanir, eftir aðeins eitt ár í rekstri. Fjárhagslegur styrkur bankans er mikill. Við byggjum á þeim grunni og nýtum þekkingu og færni starfsfólks Kviku til að sækja fram.

Kvika fjárfestingarbanki varð til við sameiningu MP banka og Straums.
Kvika fjárfestingarbanki varð til við sameiningu MP banka og Straums. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK