Kvika í samstarf við Wellington

Kvika hefur undirritað samstarfssamning við alþjóðlega eignastýringarfyrirtækið Wellington Management um sölu og dreifingu á hlutabréfasjóðnum Global Quality Growth. Sjóðurinn fjárfestir í hlutabréfum á öllum helstu mörkuðum heims með langtíma árangur að leiðarljósi og áherslu á jafnvægi milli vaxtar, arðsemi og gæðaviðmiða, segir í fréttatilkynningu frá Kviku en tæpar tvær vikur eru síðan Kvika tilkynnti um samstarf við T. Rowe Price.

Frétt mbl.is um samning við T. Rowe Price.

Kvika er fjárfestingarbanki en starfsmenn bankans eru 87 talsins. Kvika varð til við sameiningu MP banka og Straums. Sigurður Atli Jónsson er forstjóri Kviku og tók við því starfi í júlí 2011. Sigurður Atli stofnaði ALFA verðbréf árið 2004 og starfaði þar sem framkvæmdastjóri en þar áður var hann forstjóri Landsbréfa hf. og framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbanka Íslands hf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK