Stofnuðu reikninga án vitundar viðskiptavina

Starfsmenn bankans gáfu m.a. út debetkort án vitundar viðskiptavinanna og …
Starfsmenn bankans gáfu m.a. út debetkort án vitundar viðskiptavinanna og gengu jafnvel svo langt að stofna gervinetföng til þess að skrá viðskiptavinina í netbanka Wells Fargo. AFP

Stærsti banki Bandaríkjanna, Wells Fargo, hefur verið sektaður um 185 milljónir bandaríkjadali eða um 21,1 milljarð íslenskra króna fyrir að ólöglega opna reikninga til þess að ýta undir sölutölur.

Bankinn mun greiða fjárhæðina til eftirlitsstofnanna og þá fá viðskiptavinir bankans jafnframt um fimm milljónir bandaríkjadali til baka.

Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna tilkynnti sektina og greindi frá því að nú þyrfti bankinn að ráða til sín sjálfstæðan ráðgjafa sem myndi fylgjast með næstu skrefum í málinu.

„Vegna alvarleika brotanna er Wells Fargo að fara að borga hæstu sekt sem Fjármálaeftirlitið hefur gefið út,“ sagði Richard Cordray, forstjóri stofnunarinnar.

Í rannsókn Fjármálaeftirlitsins kom í ljós að starfsmenn bankans hafi „ólöglega“ skráð viðskiptavini í viðskipti með því að opna rúmlega tvær milljónir reikninga án leyfis viðskiptavina. Var það gert til þess að ná sölumarkmiðum og mögulega til þess að fá auknar þóknanir. Bankinn hefur nú sent frá sér tilkynningu þar sem beðist er afsökunar á því að viðskiptavinir hafi fengið „vöru sem þeir báðu ekki um“.

Þá gáfu starfsmenn bankans út debetkort án vitundar viðskiptavinanna og gengu jafnvel svo langt að stofna gervinetföng til þess að skrá viðskiptavinina í netbanka Wells Fargo.

Wells Fargo segist hafa komið af stað hlutlausri nefnd sem á að fara yfir söluvenjur bankans síðustu fimm árin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK