Fyrrverandi samkeppnismálastjóri ESB í gögnunum

Neelie Kroes, fyrrverandi samkeppnismálastjóri Evrópusambandsins.
Neelie Kroes, fyrrverandi samkeppnismálastjóri Evrópusambandsins. AFP

Neelie Kores, fyrrverandi samkeppnismálastjóri Evrópusambandsins frá 2004 til 2010 er meðal þeirra stjórnmálamanna sem koma fram í Bahama-gögnunum sem birt voru í gær. Þrátt fyrir reglur Evrópusambandsins um að æðstu stjórnendum beri að greina frá öllum viðskiptalegu tengslum sínum síðustu ár og þar á meðal stjórnarsetu, stjórnendastörfum og ráðgjafastörfum gaf Kores ekki upp stjórnarsetu sína í Mint holdings Ltd frá árinu 2000 til 2009.

Það var þýska blaðið Süddeutsche Zeit­ung sem komst yfir gögnin og deildi með alþjóðleg­um sam­tök­um rann­sókn­ar­blaðamanna, ICIJ, Reykja­vík Media og 109 öðrum fjöl­miðlum víðsveg­ar um heim.

Í umfjöllun ICIJ um málið sem birt er á vef Reykjavík Media segir að Kroes hafni allri gagnrýni á viðskiptatengsl sín og að lögmaður hennar hafi neitað því að hún hafi lent í vandræðum vegna tengsla sinna. Sagði hann að gengið hefði verið út frá því að hún væri ekki lengur stjórnandi fyrirtækisins. Hún mun greina framkvæmdastjóra Evrópusambandsins frá málinu að sögn lögmannsins.

Kroes er 75 ára gömul og er ráðgjafi hjá Bank of America, Merril Lynch og Uber. Þá segir í grein ICIJ að hún sé áhrifamikil innan ríkisstjórnarflokks Hollands, Flokki fólksins fyrir frelsi og lýðræði. Þá hefur hún fimm sinnum verið valin á lista Forbes yfir 100 áhrifamestu konur heims.

Meðal annarra stjórnmálamanna sem fundust í Bahama-skjölunum er Carlos Caballero Argáe, orku- og námumálaráðherra Kolombíu frá 1999 til 2001. Var hann skráður forstjóri og stjórnandi félagsins Pacv Properties Inc og stjórnarmaður í Norway Inc. Haft er eftir honum í frétt ICIJ að hann neiti því að um hagsmunaárekstra sé að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK