Innleiðir bankakerfi fyrir SBAB Bank í Svíþjóð

Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja.
Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Applicon AB í Svíþjóð, dótturfélag Nýherja hf., skrifaði í dag undir samning um sölu og innleiðingu á kjarnabankakerfum fyrir SBAB Bank AB þar í landi.

Í tilkynningu Nýherja til kauphallarinnar segir að SBAB Bank AB sé sænskur banki sem sérhæfir sig í lánveitingum og sparnaðarlausnum til einstaklinga, fasteignafyrirtækja og húsnæðissamtaka. Hjá bankanum starfa um 450 manns í Stokkhólmi, Gautaborg, Karlstad og Malmö. Bankinn er í eigu sænska ríkisins og er með um SEK 303 milljarða í útlán en um SEK 80 milljarða í innlánum. Fjöldi útlána er um 350.000. Moodys gefur bankanum Aaa í langtímaeinkum.

SBAB mun innleiða kjarnabankakerfi frá SAP AG ásamt tengdum viðbótarlausnum frá Applicon.  Applicon selur kerfin og sér um innleiðinguna, auk þess að sjá um tengingar við önnur kerfi bankans og við sænska greiðslumiðlun. Innleiðingarferlið er áætlað allt að 3 ár og mun hafa jákvæð áhrif á tekjur og rekstrarniðurstöðu Nýherjasamstæðunnar næstu misseri.  Samningurinn mun enn fremur skjóta styrkum stoðum undir þann rekstur sem Applicon félögin hafa byggt upp síðustu ár sem leiðandi í innleiðingu, ráðgjöf og rekstri á alþjóðlegum kjarnabankalausnum.  Að lokinni  innleiðingu mun Applicon AB sjá um hugbúnaðarrekstur á kerfunum fyrir SBAB og sér þá um rekstur kjarnabankakerfi fyrir tvo af tíu stærstu bönkum Svíþjóðar, SBAB Bank og Landshypotek Bank.

Stærð efnhagsreiknings SBAB um síðustu áramót var tæplega tvöfalt hærri en samanlagðar eignir íslensku viðskiptabankanna þriggja.

„Bankar á Norðurlöndum eru í auknum mæli að endurnýja kerfi sín og takast á við þá stafrænu byltingu sem á sér stað í bankaheiminum. Það er okkur mikil viðurkenning að SBAB taki þetta skref með okkur og endurspeglar samkomulagið trú markaðarins á þekkingu og lausnum Applicon,“ er haft eftir Finni Oddssyni forstjóra Nýherja í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK