Mistökin breyta stýrivaxtaspá

Greiningardeild bankans spáir nú óbreyttum stýrivöxtum.
Greiningardeild bankans spáir nú óbreyttum stýrivöxtum. mbl.is/Ómar

Tölur Hagstofunnar fyrir vísitölu neysluverðs í september breyta stýrivaxtaspá Greiningardeildar Íslandsbanka. Eins og greint hefur verið frá hækkaði vísitalan um tæp 0,5% á milli mánaða og var það langt umfram spá deildarinnar og aðrar opinberar spár, en Greiningardeild Íslandsbanka reiknaði með óbreyttri vísitölu.

Ein helsta ástæða spáskekkjunnar er leiðrétting Hagstofunnar á mistökum hennar fyrr á árinu, en mistökin felast í því að hækkunartaktur reiknaðrar húsaleigu, og þar með verðbólgan, hefur verið umtalsvert vanmetin að hálfu stofnunarinnar undanfarna mánuði. 

Fyrir birtingu Hagstofunnar á VNV fyrir september reiknaði deildin með því að peningastefnunefndin myndi lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum. Birtist sú spá m.a. í nýrri þjóðhagsspá deildarinnar.

Meðal þess sem deildin taldi upp sem líklegar forsendur nefndarinnar fyrir lækkun var að krónan hefur styrkst um ríflega 3% frá síðustu vaxtaákvörðun og verðbólguhorfur eru af þeim sökum nokkuð betri en í síðustu verðbólguspá bankans sem birt var samhliða síðustu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í lok ágúst sl. Þá höfðu verðbólguvæntingar lækkað enn frekar líkt og sést m.a. á þróun verðbólguálags ríkisskuldabréfa.

„Nú er ljóst að sökum mistaka Hagstofunnar er verðbólgan meiri en við höfðum áður áætlað og verðbólguhorfur verri. Einnig hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hækkað nokkuð sem viðbrögð við fréttum Hagstofunnar. Þar af leiðandi eru raunstýrivextir Seðlabankans, hvort sem er mælt út frá núverandi verðbólgu eða verðbólguálaginu, lægri og aðhaldsstig peningastjórnunnar minna. Af þeim sökum eru ekki sömu forsendur fyrir lækkun stýrivaxta og áður. Reiknum við með því að þetta geri útslagið með það að peningastefnunefndin haldi stýrivöxtum bankans óbreyttum að þessu sinni,“ segir í tilkynningu Greiningardeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK