Bréfin féllu enn og aftur

Hlutabréf í Deutsche Bank féllu í morgun.
Hlutabréf í Deutsche Bank féllu í morgun. AFP

Hlutabréf í Deutsche Bank hafa fallið í morgun í kjölfar fregna þess efnis að stjórn bankans hafi mistekist að ná samningum vup bandarísk stjórnvöld vegna sektar upp á 14 milljarða Bandaríkjadali.

Bréfin féllu töluvert í morgun og eins og staðan er núna hafa þau fallið um 2%.

Viðræðum milli bankastjóra Deutsche Bank, John Cryan, og bandarískra stjórnvalda um helgina lauk án samninga en banda­ríska dóms­málaráðuneytið hef­ur krafið þýska bank­ann um fyrrnefnda 14 millj­arða Banda­ríkja­dala í tengsl­um við rann­sókn á verðbréfa­út­gáfu bank­ans.

Cryan var staddur í Bandaríkjunum um helgina til þess að fara á haustfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fjárfestar bankans vonuðust til þess að hann myndi nýta ferðina og semja við bandarísk stjórnvöld en það náðist ekki að þessu sinni.

Í lok síðasta mánaðar höfðu hlutabréf í Deutsche Bank ekki verið lægri í 33 ár en þau höfðu hækkað lítillega síðustu daga.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK