Gamla smiðjan færir út kvíarnar

Gamla smiðjan stefnir að því að opna nýjan stað í …
Gamla smiðjan stefnir að því að opna nýjan stað í Skipholti á næstu mánuðum. Ljósmynd/Gamla smiðjan

Pizzastaðnum Gömlu smiðjunni við Lækjargötu var lokað í síðustu viku vegna breytinga. Að sögn eiganda staðarins, Sverris Einars Eiríkssonar, stendur til að opna aftur á næstu vikum. 

Gamla smiðjan hóf starfsemi í Þrastarlundi í sumar og segir Sverrir að stefnt sé að því að opna á fleiri stöðum á næstu mánuðum. Er fyrirtækið til að mynda að bíða eftir samþykki fyrir því að fá að opna stað í Skipholti um áramótin. 

„Reksturinn gengur bara hrikalega vel,“ segir Sverrir í samtali við mbl.is en Gamla smiðjan opnaði í Þrastarlundi 1. júlí. „Við vissum að það yrði brjálað að gera þar í sumar en fyrri partinn í september byrjaði að róast. Við ákváðum að bregðast við með því að láta fólk vita af staðnum og síðan þá hefur verið brjálað að gera allar helgar.“

Hann segir mikinn fjölda Íslendinga koma á staðinn hverja helgi en þá er einnig slatti af erlendum ferðamönnum. Segir hann fólk koma alls staðar að, ekkert endilega bara úr nærliggjandi sveitum. „Við erum að fá fólk úr Vesturbænum, Garðabæ, Hafnarfirði, Hveragerði og Selfossi. Það er búið að vera alveg stappað.“

Gamla smiðjan í Þrastarlundi.
Gamla smiðjan í Þrastarlundi. Ljósmynd/Gamla smiðjan
Útsýnið er ekki slæmt.
Útsýnið er ekki slæmt. Ljósmynd/Gamla smiðjan
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK