Salan seinkar en stoppar ekki skráningu

Ölgerðin Egill Skallagrímsson er að Grjóthálsi.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson er að Grjóthálsi. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Sala þriggja félaga á 69% hlut í Ölgerðinni sem tilkynnt var um í gær frestar skráningu fyrirtækisins á markað, en enn er þó gert ráð fyrir skráningu á næstu fimm árum. Þetta má lesa úr svari stjórnarformanns Ölgerðarinnar við spurningu mbl.is hvort áfram sé áformað að skrá félagið á markað.

Segir þar að stefnt hafi verið að skráningu Ölgerðarinnar, en að ef kæmi til beinnar sölu myndi það flýta fyrir sölu eignarhaldsfélagsins Þorgerðar á 45% hlut sínum í Ölgerðinni. Þar af leiðandi var farið í söluferlið sem nú er lokið. „Það er hinsvegar samkomulag um það milli okkar og nýju fjárfestana að skrá félagið á næstu 5 árum, þegar aðstæður eru hagstæðar,” segir í svarinu.

Frétt mbl.is: Kaupa 69% hlut í Ölgerðinni

Það voru félögin F-13 ehf, Lind ehf. og Eignarhaldsfélagið Þorgerður ehf. sem seldu hluti sína í gær, en kaupendur voru framtakssjóðirnir Akur fjár­fest­ing­ar slhf. og Horn III slhf. ásamt hópi einka­fjár­festa. 

Nú­ver­andi stjórn­ar­formaður Ölgerðar­inn­ar, Októ Ein­ars­son, og for­stjóri fé­lags­ins, Andri Þór Guðmunds­son, eru ekki þátt­tak­end­ur í söl­unni og munu því áfram eiga stærsta ein­staka hlut­inn í fé­lag­inu í gegn­um fé­lag sitt, OA Eign­ar­halds­fé­lag ehf

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK