Ekkert fékkst upp í 33 milljarða kröfur

Félögin voru bæði dótturfélög Baugs Group.
Félögin voru bæði dótturfélög Baugs Group. mbl.is/Kristinn

Engar eignir fundust í búum félaganna BG Newco 5 ehf. og BG Equity 1 ehf. en gjaldþrotaskiptum í þeim lauk í byrjun þessa mánaðar. Kröfur í félögin hljóðuðu samanlagt upp á 33,57 milljarða króna en þau voru bæði dótt­ur­fé­lög Baugs Group og skráð í höfuðstöðvum Baugs að Túngötu 6, líkt og fjöl­mörg önn­ur fé­lög.

Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að lýstar kröfur upp í bú BG Equity 1 ehf. hafi verið upp á 4,609 milljarða króna en félagið var stofnað árið 2001. Þá voru kröfurnar upp í BG Newco 5 ehf. alls 29,145 milljarðar en það var stofnað árið 2008. 

Búin voru bæði tekin til gjaldþrotaskipta 6. júlí síðastliðinn.

Félögin slást í hóp fjölmargra dótturfélaga Baugs Group sem úrskurðuð hafa verið gjaldþrota síðustu misseri. Í maí á þessu ári var sagt frá gjaldþrota­skipt­um BG Newco 6 ehf. en ekkert fékkst upp í kröfur upp á 2,5 milljónir króna. Gjaldþrotið var töluvert stærra hjá BG Hold­ing ehf. fyrr á árinu og fékkst ekk­ert greitt upp í lýst­ar kröf­ur er námu rúm­um 130 millj­örðum króna. Meðal fjár­fest­inga fé­lags­ins voru mat­vöru­versl­an­irn­ar Ice­land Foods, versl­un­ar­miðstöðvar Hou­se of Fraser og leik­fanga­versl­an­ir Ham­ley's.

Frétt mbl.is: Ekk­ert greitt upp í 130 millj­arða

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK