Niðurstöðu Íslandspósts um alþjónustubyrði fyrirtækisins hafnað

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að hafna forsendum og niðurstöðu Íslandspósts á alþjónustubyrði fyrirtækisins. Fyrirtækið hélt því fram að á árinu 2013 hefði alþjónustubyrði félagsins numið 1.191 milljónum króna.

Málið snýst um það hvernig reikna skal út fjárhæð kostnaðar vegna alþjónustubyrði. Það var niðurstaða Póst- og fjarskiptastofnunar að um alþjónustubyrði væri að ræða þegar álagning alþjónustukvaða á póstrekanda um að veita tilteknum notendum póstþjónustu eða veita hana á tilteknum svæðum leiddi til taps sem ekki myndi skapast ef almenn viðskiptasjónarmið væru lögð til grundvallar.

ÍSP hafði hins vegar talið að skilgreina verði alþjónustubyrði sem þann kostnað sem sparist við að fella niður þjónustuna, sem veitt er á grundvelli alþjónustukvaðar, eða breyta henni,“ segir í frétt um niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.

Að mati nefndarinnar felst í hinni kærðu ákvörðun að mat kæranda á alþjónustubyrði sé byggt á röngum forsendum og hafi ekki verið í samræmi við ákvörðunarorð 9. tl. ákvörðunar PFS nr. 18/2013, þar sem ekki hafi verið tekið tillit til tiltekinna þátta við matið í samræmi við leiðbeiningar PFS í ákvörðuninni. Í ljósi þess gerði nefndin ekki athugasemdir við þær forsendur sem gerð er krafa um að liggi til grundvallar við mat á alþjónustubyrði í hinni kærðu ákvörðun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK