Neyðarfundur í Japan

AFP

Ríkisstjórn Japans og stjórn seðlabankans munu halda neyðarfund í dag vegna hruns á fjármálamörkuðum í kjölfar sterkrar stöðu Donalds Trump í bandarísku forsetakosningunum.

Talsmaður seðlabankastjóra staðfestir að fundur seðlabankastjóra, fjármálaráðherra og formanns fjármálaeftirlitsins sé að hefjast en Nikkei-hlutabréfavísitalan hefur verið í frjálsu falli frá því viðskipti hófust í kauphöllinni í Tókýó í morgun. Nemur lækkunin núna 5,4% og Topix-vísitalan hefur lækkað um 4,57%.

Bandaríkjadalur hefur lækkað gagnvart jeni og evru og mexíkóski pesóinn hefur aldrei verið lægri gagnvart Bandaríkjadal. Lækkun dalsins nam rúmum 4% um tíma en heldur hefur dregið úr fallinu. Aftur á móti stendur Bandaríkjadalur 3% lægra gagnvart evru nú en í gær. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK