Telur sameiningu geta verið hagfellda

Virðing hefur sent endurnýjað tilboð til hluthafa í Kviku með …
Virðing hefur sent endurnýjað tilboð til hluthafa í Kviku með samruna fjármálafyrirtækjanna í huga. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjórn Kviku banka telur að hagfellt kunni að vera að sameina bankann fjármálafyrirtækinu Virðingu.

Stjórnin mælir hins vegar ekki með því að hluthafar Kviku taki endurskoðuðu kauptilboði Virðingar sem þeim barst í síðustu viku. Þar er gert ráð fyrir að við samruna verði skiptaverðmæti hlutafjár Kviku 69% á móti 31% fyrir hlutafé í Virðingu.

Stjórnin telur skiptahlutfallið ekki hagstætt hluthöfum Kviku, auk þess sem fyrirvarar og skilyrði séu óaðgengileg, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK