80.000 krónur fyrir sjálfreimandi skó

Forstjóri Nike, Mark Parker, kynnti nýju skóna í mars.
Forstjóri Nike, Mark Parker, kynnti nýju skóna í mars. AFP

Nú styttist svo sannarlega biðin eftir sjálfreimandi skóm Nike en þeir fara í sölu í tveimur verslunum Nike í New York frá og með 1. desember. Þeir verða þó ekki á allra færi þar sem þeir munu kosta 720 Bandaríkjadali, jafnvirði 81.720 íslenskra króna á núverandi gengi.

Fyrri frétt mbl.is: Nýir „Back to the future“ skór

Skórnir voru kynntir til sögunnar í mars en þeir hafa verið nefndir HyperA­dapt 1.0. Viðskiptavinir geta pantað tíma til þess að fá að prófa skóna eða beðið í nokkrar vikur á meðan skónum er dreift í fleiri verslanir. Þó fá ákveðnir viðskiptavinir Nike tækifæri til þess að kaupa skóna í takmarkaðan tíma næsta mánudag.

HyperAdapt 1.0. eru sagðir minna á skó Marty McFly í kvikmyndinni Back to the Future en þar skartaði hann sjálfreimandi skóm, einnig frá Nike. Þeir voru aðeins framleiddir í 89 eintökum á sínum tíma og vann fólk skóna í gegnum lottó.

Nýju skórnir verða gríðarlega léttir og endurhlaðanlegir. Þegar að stigið er í skóinn, snertir hællinn skynjara í skónum sem setur sjálfvirkt kerfi í gang sem „reimar“ skóna. Hægt verður að aðlaga skóna alveg að hverjum fót fyrir sig með tveimur hnöppum á skónum.

Í sólunum verða LED ljós sem sýna stöðuna á rafhlöðu skónna en hver hleðsla á að duga í um tvær vikur.

Frétt CNN.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK