JÖR fer í draumahúsnæðið

„Þegar við byrjuðum var litla þekkingu hægt að sækja til …
„Þegar við byrjuðum var litla þekkingu hægt að sækja til iðnaðarins og þá sérstaklega á verksmiðjuframleiðslu. Maður þurfti bara að keyra á hlutina og reka sig á þá eða ekki,“ segir Guðmundur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Verslunin JÖR verður opnuð á næstunni á horninu á Skólavörðustíg og Týsgötu. Verslunin var opnuð á Laugavegi 89 árið 2013 en var lokað þar nýlega. Guðmundur Jörundsson, einn eigenda JÖR og hönnuðurinn á bak við merkið, segir nýja húsnæðið vera draumahúsnæði JÖR.

Þá fékk JÖR úthlutað plássi í verbúðunum við Geirsgötu í sumar og er stefnt að því að verslun JÖR og vinnustofa verði opnuð þar í febrúar.

„Það er búin að fara mikil vinna í það verkefni en miklar framkvæmdir liggja fyrir á rýminu, undanfarnir mánuðir hafa því farið í að meta og hanna húsnæðið sem og gerð allra teikninga og upplýsinga sem byggingarfulltrúi krefst,“ segir Guðmundur í samtali við mbl.is.

„Við verðum að miðla þessu áfram

Starfsemi JÖR á Geirsgötunni verður á tveimur hæðum, á neðri hæðinni verður verslun en stúdíó á efri hæðinni en sú aðstaða hefur hingað til verið í kjallaranum á Laugaveginum. Þá verður jafnframt boðið upp á aðstöðu fyrir hönnuði sem eru að byrja að feta sig áfram í bransanum. Þeir hönnuðir sem fá að koma fá aðstöðuna sér að kostnaðarlausu og að selja vörur sínar í versluninni í átta vikur. 

„Þegar við byrjuðum var litla þekkingu að sækja til iðnaðarins og þá sérstaklega verksmiðjuframleiðslu. Maður þurfti bara að keyra á hlutina og reka sig á þá eða ekki,“ segir Guðmundur og bætir við að á árunum frá stofnun JÖR hafi hann safnað að sér mikilli þekkingu, tengiliðum og reynslu. „Við verðum að miðla þessu áfram til annarra hönnuða. Það hefur lengi vantað vettvanginn fyrir fólk til þess að koma og fá aðstoð til að sækja upplýsingar.“

Guðmundur segist vera spenntur fyrir framhaldinu hjá JÖR, en stefnt er að opnun verslunarinnar á horni Skólavörðustígs og Týsgötu fyrstu dagana í desember. „Þetta nýja rými er eitt af þeim flottustu í bænum og mig hefur alltaf langað að vera á Skólavörðustígnum,“ segir Guðmundur, en nýja rýmið er um 110 fermetrar.

Verslunin verður opnuð fyrstu dagana í desember.
Verslunin verður opnuð fyrstu dagana í desember. Af Facebooksíðu JÖR
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK