Gert til að takmarka áhrif Brexit á alþjóðaviðskipti

Liam Fox, viðskiptaráðherra Bretlands.
Liam Fox, viðskiptaráðherra Bretlands. AFP

Hafinn er undirbúningur þess að Bretland verði sjálfstæður aðili í Alþjóðaviðskiptastofnuninni WTO eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Viðskiptaráðherra Bretlands, Liam Fox, greindi frá þessu í dag. Að sögn Fox er notast við núverandi samning Evrópusambandsríkja í stofnuninni til viðmiðunar.

164 ríki eru með aðild að WTO en Bretland er aðili í gegnum Evrópusambandið. Þegar Bretar ganga úr sambandinu þarf að semja um aðild þeirra í stofnuninni.

Að sögn Fox er þetta gert til þess að takmarka áhrifin á alþjóðaviðskipti þegar Bretar ganga úr ESB. Á næstunni verður sett upp uppkast að nýjum samningum í samstarfi við WTO.

„Þetta er nauðsynlegur hluti þess að yfirgefa Evrópusambandið. Þetta mun ekki hafa áhrif á framtíðarviðskiptasamninga milli Bretlands og Evrópusambandsríkja,“ segir í skriflegri tilkynningu Fox til breska þingsins.

Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, hefur sagst ætla að hefja formlegar viðræður við stjórn ESB í lok marsmánaðar á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK