Úkraínsk lyfjaverslun í vanda

Salve, sem er í eigu Seðlabanka Íslands, rekur um 90 …
Salve, sem er í eigu Seðlabanka Íslands, rekur um 90 lyfjaverslanir í Úkraínu. Ljósmynd/Salve Eignasafn Seðlabanka Ísl

Lyfjaverslanakeðjan Salve í Úkraínu, sem dótturfélag Seðlabanka Íslands á, berst nú í bökkum og hefur átt í erfiðleikum með að standa skil á skuldbindingum sínum gagnvart lánastofnunum og helstu birgjum.

Þá mun fyrirtækið einnig hafa staðið í málaferlum allt þetta ár til að fá hnekkt úrskurði skattyfirvalda í Volyn-héraði í norðvesturhluta Úkraínu gegn fyrirtækinu, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag.

Þar segir, að gögn sem blaðið hefur undir höndum bendi til þess að fjögur mál séu nú rekin fyrir úkraínskum dómstólum er varða fjárhagserfiðleika lyfjaverslanakeðjunnar. Í tveimur tilvikum er um að ræða skuldamál sem slitastjórn yfir bankanum Kyivska Rus hefur höfðað gegn fyrirtækinu.

Þá rekur Fram KO, einn helsti birgir Salve, einnig mál fyrir dómstólum vegna óuppgerðra skulda verslanakeðjunnar.

Forsvarsmenn Salve verjast allra fregna af stöðu fyrirtækisins. Þannig hefur blaðið lagt skriflegar spurningar fyrir Roman Viktorovych, forstjóra Salve, en þeim hefur ekki verið svarað. Þá hefur blaðið einnig lagt fyrirspurnir fyrir forsvarsmenn Eignasafns Seðlabanka Íslands en engin efnisleg svör hafa fengist við því hvernig ESÍ hyggist bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK