Síminn setur upp öflugri 4G-senda

Síminn.
Síminn.

Síminn hefur sett upp 4G-senda sem ná yfir 200 mb/s hraða. Það er um helmingi meira en eftir uppfærslu senda Símans úr 100 Mb/s í 150 fyrr á árinu og því ríflega 100% meiri hraði en var á kerfum Símans fyrir ári.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir í tilkynningu frá Símanum að viðskiptavinir fyrirtækisins geti núna náð hraða sem ekki hefur áður sést hér á landi.

„Sérfræðingar Símans hófu prófanir með birgjunum okkar, Ericsson, í nóvember á enn öflugra 4G-neti. Þessir sendar flokkast til LTE Advanced eða LTE+/4G+ og styðja yfir 200 Mb/s. Við búumst við enn meiri 4G-hraða þegar fram í sækir og að við náum 300 mb/s á sendum okkar á næsta ári,“ segir Gunnhildur Arna.

4G-stöðvar Símans eru nú yfir 200 um allt land og útbreiðslan nær til 95,5% landsmanna. Þrjú ár voru nú í nóvember frá því að fyrstu 4G-stöðvar Símans voru settar upp. Núna fyrir mánaðamótin bættust fjórar nýjar 4G-stöðvar við og var ein þeirra sú tvö hundruðasta í röðinni. Sú stöð stendur við Ásvelli í Hafnarfirði.

Nýjar stöðvar utan þéttbýlasta svæðisins eru á Kjalarnesi og Mosfellsdal. Þá standar nýjar langdrægar 4G-stöðvar á fjöllum víða um land; Borgarhafnarfjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Þorbirni. „Drægni þeirra getur verið allt að 100 kílómetrar sem nýtist sjómönnum við landið vel,“ segir Gunnhildur Arna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK