Segja sterkara gengi og lækkun tolla hafa skilað sér

Bent er á að samkvæmt þróun reiknaðar vísitölu, sem vegur …
Bent er á að samkvæmt þróun reiknaðar vísitölu, sem vegur saman þessa kostnaðarliði og verðþróunina eins og hún hefur verið samkvæmt verðvísitölu Hagstofunnar hefur verð lækkað um 6,55% að meðaltali frá október 2014 til október 2016. Reiknaða vísitalan gerði ráð fyrir 6,91% lækkun og hlýtur það að teljast innan skekkjumarka að mati SVÞ. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Þegar að metið er hvort að tollalækkanir skili sér til neytenda verður að kanna verðþróun frá niðurfellingu tolla í samhengi við verðþróun erlendra vara, gengi, laun og annan innlendan kostnað.

Þetta kemur fram í samantekt Samtaka verslunar og þjónustu um samkeppnishæfni íslenskrar verslunar.

Þar er bent á aukna umræðu um netverslun hér á landi og segir að þróun innlendrar netverslunar sé í takt við aukna netverslun annars staðar í heiminum.

„Með því að kanna umfang viðskipta á Norðurlöndum við erlendar netverslanir má fá almenna hugmynd um styrkleika innlendrar verslunar í löndunum. Á fyrri helmingi ársins 2016 sögðust þriðjungur norrænna neytenda hafa keypt vörur frá útlöndum gegnum netverslun. Svíar kaupa í auknum mæli vörur af innlendum aðilum á meðan Finnar eiga viðskipti við erlendar netverslanir,“ segir í samantektinni.

Vitnað er í niðurstöður nýlegrar könnunar á Norðurlöndunum sem sýna að verð, vöruúrval og aðgengi er einn helsti hvati þess að panta vörur frá útlöndum í gegnum netverslanir á meðan tímasparnaður og góðir afhendingar- og skilamöguleikar skipta þar minna máli.

„Þegar Svíar versla vörur erlendis frá er það fyrst og fremst fjölbreytt úrval og lægra verð sem hefur áhrif á val neytenda. Sænsk netverslun hefur  brugðist við þessari samkeppni  með fjölbreyttu vöruúrvali, með því að bjóða upp á notendavænar vefsíður, s.s. vefsíður fyrir farsíma og einfaldar lausnir hvað varðar  allt kaupferlið,“ segir í samantekt SVÞ.

Eins og fyrr segir er það mat SVÞ að þegar að metið er hvort að tollalækkanir skili sér til neytenda verði að kanna verðþróun frá niðurfellingu tolla í samhengi við verðþróun erlendra vara, gengi, laun og annan innlendan kostnað. Er bent á að töluverð umræða hafi farið fram um að samspil sterkrar stöðu íslensku krónunnar undanfarin misseri ásamt afnámi vörugjalda og niðurfellingu tolla skili sér bæði seint og illa til neytenda í formi lægra vöruverðs á mörgum innfluttum vörum.

Bent er á að samkvæmt þróun reiknaðar vísitölu, sem vegur saman þessa kostnaðarliði og verðþróunina eins og hún hefur verið samkvæmt verðvísitölu Hagstofunnar hefur verð lækkað um 6,55% að meðaltali frá október 2014 til október 2016. Reiknaða vísitalan gerði ráð fyrir 6,91% lækkun og hlýtur það að teljast innan skekkjumarka að mati SVÞ.

„Samantekið þýðir þetta að á endanum hafi sterkara gengi og lækkun tolla sannarlega skilað sér í lægra vöruverði. Ástæða þess að það hafi ekki lækkað enn frekar en raun ber vitni er fyrst og fremst miklar innlendar launahækkanir.  Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að málflutningur um samkeppnishæfni verslana endurspegli allar staðreyndir sem liggja þar til grundvallar,“ segir í samantektinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka