Þriðji stærsti banki Ítalíu þarf aðstoð

Monte dei Paschi di Siena er talinn elsti banki heims …
Monte dei Paschi di Siena er talinn elsti banki heims og rekur sögu sína aftur til 1472. AFP

Þriðji stærsti banki Ítalíu, Monte dei Paschi di Siena (BMPS), þarfnast 8,8 milljarða evra aðstoð að því er evrópski seðlabankinn segir.Áður hafði seðlabankinn sagt að nauðsynlegt væri að koma með þriggja milljarða innspýtingu inn í bankann.

BMPS er talinn elsti banki heims, en í tilkynningu frá honum segir að seðlabankinn hafi viðrað þessa skoðun sína við fjármálaráðuneyti landsins.Þar kemur einnig fram að seðlabankinn telji lausafé bankans hafa hrunið frá 30. nóvember til 21. desember.

Þegar AFP fréttastofan leitaði eftir því að fá viðbrögð frá evrópska seðlabankanum var svarið að ekki yrði rætt um málefni einstaka banka.

Samkvæmt heimildum II Sole blaðsins í Ítalíu er horft til þess að ítölsk stjórnvöld setji 6 milljarða evra í bankann, en að afgangurinn komi í gegnum útgáfu skuldabréfa hjá bankanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK