Eik kaupir húsnæði Hótel Marina

Fasteignir í eigu Slippsins fasteignafélags eru Mýrargata 2-8, Mýrargata 12 …
Fasteignir í eigu Slippsins fasteignafélags eru Mýrargata 2-8, Mýrargata 12 og Mýrargata 14-16, þ.e. Icelandair Hotel Marina. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gengið hefur verið kaupum Eikar fasteignafélags hf. á Slippnum fasteignafélagi ehf. Kaupsamningur var undirritaður í dag en hann er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins. Samkvæmt tilkynningu frá Eik er gert ráð fyrir því að afhending muni fara fram á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. 

Kauptilboð Eikar um kaup á öllu útgefnu hlutafé Slippsins fasteignafélags var undirritað 18. nóvember. Í tilkynningu þá kom fram að heildarvirði kaupanna væri 4.450 milljónir króna. Fasteignir í eigu Slippsins fasteignafélags eru Mýrargata 2-8, Mýrargata 12 og Mýrargata 14-16, sem hýsa Icelanda­ir Hót­el Reykja­vík Mar­ina.

Eignirnar eru samtals 6.504 fermetrar og Flugleiðahótel er leigutaki allra fermetrana og eru með langtímaleigusamning. 

„Vænt ávöxtun fjárfestingarinnar fyrir árið 2017 er tæplega 6,7% miðað við núverandi forsendur um tekjur og gjöld. Við kaupin munu hóteleignir verða 13% af virði fasteigna Eikar og verða 99% af þeim eignum staðsettar í miðbæ Reykjavíkur,“ sagði í tilkynningu Eikar í nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK