Átta ríkustu eiga jafnmikið og 50% jarðarbúa

Bill Gates.
Bill Gates. AFP

Átta ríkustu milljarðamæringar heims ráða yfir jafnmiklum auði og fátækari helmingur mannkynsins, segir í nýrri skýrslu Oxfam. Eignir Bill Gates, stofnanda Microsoft, og sjö annarra auðkýfinga jafnast á við eignir 3,6 milljarða jarðarbúa. Eignir þeirra eru metnar á 426 milljarða Bandaríkjadala.

AFP

Skýrslan er birt við upphaf heimsviðskiptaráðstefnunnar í Davos í Sviss en Oxfam varar við aukinni misskiptingu í heiminum. Hvetur stofnunin til þess að nýtt efnahagslíkan verði fundið til þess að draga úr þeirri misskiptingu sem nú ræður ríkjum. Oxfam telur að þessi misskipting skýri að hluta Brexit og kjör Donalds Trump í bandarísku forsetakosningunum. Eins skipti skattaundanskot og litlar launahækkanir láglaunafólks miklu máli. Því hagnaðurinn endar í vasa ríkra eigenda og forstjóra.

Í tilkynningu frá Alþjóðaefnahagsráðinu (WEF) kemur fram að aukin misskipting og aðskilnaður milli þjóðfélagshópa skapi mestu hætturnar í heimshagkerfinu í ár. 

AFP

Alls á fátækari helmingur jarðarbúa eignir sem metnar eru á 426 milljarða dala en það er sama fjárhæð og eignir Bill Gates,  Amancio Ortega, stofnanda spænsku tískuvörukeðjunnar Zara, Warren Buffett, fjárfestis og stofnanda Berkshire Hathaway, og fimm annarra.

Þeir eru: Mexíkóski fjárfestirinn Carlos Slim Helú, Jeff Bezo, stofnandi Amazon, Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, Larry Ellison, forstjóri Oracle, og Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri í New York og eigandi Bloomberg.

Frétt Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK