Borgin semur yfirleitt við sjálfa sig

Malbikunarstöðin Höfði hf. er í fullri eigu Reykjavíkurborgar.
Malbikunarstöðin Höfði hf. er í fullri eigu Reykjavíkurborgar. Af vef Höfða.

Malbikunarstöðin Höfði hf. er í fullri eigu Reykjavíkurborgar. Eignarhaldið virðist hafa hjálpað fyrirtækinu í samkeppni við einkaaðila. Markaðshlutdeild Höfða í útboðum Reykjavíkurborgar er þreföld samanborið við útboð Vegagerðarinnar. Með eignarhaldi á fyrirtækinu skapar borgin hagsmunaárekstur sem grefur undan frjálsri samkeppni í atvinnugreininni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðskiptaráði. 

„Að flestu leyti virðist malbikunarstöðin Höfði hf. vera hefðbundið einkafyrirtæki. Fyrirtækið var stofnað árið 1996 og sinnir framleiðslu og lagningu malbiks hérlendis. Höfði keppir við fleiri malbikunarstöðvar hérlendis um verkefni fyrir opinbera aðila, fyrst og fremst Reykjavíkurborg og Vegagerðinni.

Höfði sker sig þó úr þegar kemur að eignarhaldi, en fyrirtækið er að fullu í eigu Reykjavíkurborgar. Stjórn Höfða er pólitískt skipuð og í henni sitja gjarnan fulltrúar stjórnmálaflokka sem sæti eiga í borgarstjórn. Eignarhaldið veldur því að borgin er í samkeppni við einkaaðila um að fá úthlutað verkefnum frá sjálfri sér.

Þetta fyrirkomulag virðist hafa hjálpað Höfða í samkeppninni. Markaðshlutdeild Höfða nam þannig 24% í útboðum Vegagerðarinnar en 73% í útboðum Reykjavíkurborgar á árunum 2008–2016, sé miðað við fjölda samþykktra útboða. Markaðshlutdeild fyrirtækisins er því þreföld samanborið við önnur verkefni þegar kemur að verkefnum fyrir eiganda.

Reykjavíkurborg ætti að selja Malbikunarstöðina Höfða hf. Með eignarhaldi á fyrirtækinu skapar borgin hagsmunaárekstur sem grefur undan frjálsri samkeppni í atvinnugreininni. Þá skapar atvinnureksturinn áhættu fyrir íbúa borgarinnar, sem taka á sig sveiflur í verðmæti fyrirtækisins eftir því sem aðstæður þess breytast. Eignarhald borgarinnar á Höfða er því ósamrýmanlegt sjónarmiðum um heilbrigða samkeppni og hagkvæma opinbera þjónustu,“ segir í skoðun á vef Viðskiptaráðs en hægt er að lesa hana í heild hér.

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK