Risasamruni í gleraugnaheiminum

Fyrirtækin eru samanlagt metin á 46 milljarða evra.
Fyrirtækin eru samanlagt metin á 46 milljarða evra. AFP

Luxottica, stærsti gleraugnaframleiðandi heims, hefur samþykkt risastóran samruna við franska gleraugnaframleiðandann Essillor. Luxottica framleiðir m.a. Ray-Ban og Oakley og eru fyrirtækin tvö, Luxottica og Essillor, metin á 46 milljarða evra samanlagt en þau hafa lengi verið helstu samkeppnisaðilar hvors annars.

Samruninn er talinn vera hluti af eftirlauna áætlun hins 81 árs gamla Leonardo Del Vecchio, stofnanda Luxottica. Del Vecchio, munaðarleysinginn sem varð ríkasti maður Ítalíu, stofnaði Luxottica árið 1961.

Með fjölmörgum yfirtökum, m.a. á Ray-Ban árið 1999 og Oakley árið 2007, varð fyrirtækið stærsti gleraugnaframleiðandi heims. Fyrirtækið framleiðir einnig gleraugu fyrir hátískumerki eins og Burberry, Dolce & Gabanna og Versace.

Fyrirtækið hefur hinsvegar farið í gegnum áhugaverða tíma og m.a. skipt um framkvæmdastjóra þrisvar á tveimur árum. Spurningar um stöðuna á Del Vecchio hafa jafnframt haft áhrif á hlutabréf fyrirtækisins en þau lækkuðu um 14% í verði á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK