Guðbjörg og Brynjólfur til KORTA

Brynjólfur Gunnarsson og Guðbjörg Stefánsdóttir.
Brynjólfur Gunnarsson og Guðbjörg Stefánsdóttir.

KORTA hefur ráðið tvo nýja yfirmenn til starfa í kjölfar þess að fyrirtækið hefur vaxið ört síðustu misserin. Á ríflega ári hefur starfsfólki KORTA fjölgað um u.þ.b. 60% vegna aukinna umsvifa bæði hér á landi og erlendis og starfa nú á fimmta tug manns hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Guðbjörg Stefánsdóttir hefur verið ráðin í starf rekstrar- og mannauðsstjóra KORTA. Hún er með B.ed í kennslu og mastersgráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Guðbjörg er fyrrum framkvæmdastjóri Cintamani ásamt því að hafa víðtæka reynslu af mannauðsmálum og rekstrarráðgjöf fyrirtækja. Eiginmaður Guðbjargar er Eiríkur Jóhannsson og eiga þau tvo stráka. 

Brynjólfur Gunnarsson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður Upplýsingatæknisviðs KORTA. Brynjólfur er kerfisfræðingur frá TVÍ, B.Sc í tölvunarfræði frá HR og MPM-Master of Project Management frá HÍ. Hann starfaði hjá Tryggingamiðstöðinni í rúm 20 ár sem kerfisfræðingur og forritari en einnig var hann forstöðumaður hugbúnaðargerðar. Brynjólfur var hjá Advania í tvö ár sem forstöðumaður innri upplýsingatækni og hefur hann undanfarin tvö ár starfað sem framkvæmdastjóri Verkfæralagersins. Brynjólfur er giftur Ástu Bjarnadóttur vátryggingarráðgjafa og þau eiga þrjú börn.

Í tilkynningu kemur fram að KORTA, Kortaþjónustan hf., hafi verið stofnuð 2002 og sinnir færsluhirðingu á greiðslukortum í posakerfum og á netinu fyrir íslensk og erlend fyrirtæki. KORTA er fullgildur aðili að VISA Europe og MasterCard International og hefur haft alþjóðlegu kortaöryggisvottunina PCI DSS frá árinu 2005. Í kjölfar aukinna umsvifa KORTA útnefndi bandaríska viðskiptatímaritið Inc. KORTA á síðasta ári sem eitt þeirra fyrirtækja sem hafa vaxið hraðast í Evrópu síðustu ár. KORTA var jafnframt valið fyrirmyndarfyrirtæki VR 2016. Nú starfa á fimmta tug manns hjá fyrirtækinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK