Fleiri lóðum ekki verið úthlutað síðan fyrir hrun

Frá Reykjanesbæ.
Frá Reykjanesbæ. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

49 lóðum var úthlutað í Reykjanesbæ árið 2016. Flestar þeirra voru undir atvinnuhúsnæði við Flugvelli eða 19 en þá var 17 einbýlishúsalóðum var úthlutað, 8 raðhúsalóðum og 5 parhúsalóðum.

„Viðlíka fjölda lóða hefur ekki verið úthlutað síðan fyrir hrun, svo nokkur uppgangur er í bænum. Það sýnir ekki síður mikil fjölgun íbúa á árinu, sem jókst um rúmlega 1.100 á árinu 2016,“ segir á vef Reykjanesbæjar.

Fjármálastjórn bæjarins og þann árangur sem þar hefur náðst var kynnt á íbúafundi í vikunni. Þar kom fram að framlegð samstæðunnar hefur aukist jafnt og þétt á síðastliðnum árum, sem m.a. má þakka aðhaldsaðgerðum. Þá hefur íbúafjöldi aukist og fjöldi úthlutaðra lóða hefur ekki verið meiri í áraraðir.

Í máli Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra kom fram að framlegð samstæðu hafi aukist úr 2.591.231 árið 2014 í 3.429.629 árið 2015 og útkomuspá geri ráð fyrir að framlegðin árið 2016 verði 3.740.932 krónur. Framlegð í rekstri eða EBITDA er mismunurinn á heildarrekstrartekjum og heildarrekstrargjöldum. Séu tekjur hærri en gjöld er framlegðin jákvæð.

Af helstu framkvæmdum ársins 2016 í Reykjanesbæ má nefna endurbætur á Gömlu búð og Fichershúsi, uppbyggingu tjaldstæðis, umhverfisverkefni í Ásahverfi, hringtorg við Stekk, ýmis verkefni tengd skólum og leikskólum, Led ljósa væðingu í byggingum og götuljósum og fegrun miðbæjar svo nokkuð sé nefnt.

„Áfram verður unnið að uppbyggingu Gömlu búðar og Fischershús og fjölgun Led ljósa árið 2017. Frekari uppbygging verður á framtíðarútivistarsvæðinu ofan byggðar í Ytri-Njarðvík, sk. Njarðvíkurskógum, unnið að aðgengismálum og áframhaldandi eflingu miðbæjar, ásamt búsetuúrræði fyrir fatlaða og félagslegt húsnæði, svo nokkrar fyrirhugaðar framkvæmdir ársins 2017 séu nefndar,“ segir á vef bæjarfélagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK