Álagsárásir á bankana

Með árásunum var reynt að valda sem mestu álagi á …
Með árásunum var reynt að valda sem mestu álagi á netkerfin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óprúttnir erlendir aðilar gerðu svonefndar DDoS-álagsárásir á netkerfi íslensku bankanna síðastliðinn miðvikudag.

Árásirnar ollu ekki tjóni, en þær fólust í því að myndað var mikið álag á vefsíður bankanna og virtist tilgangurinn vera að hindra aðgang annarra að netkerfinu. Í einhverjum tilvikum varð lítils háttar rof eða truflun á þjónustu í skamma stund.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, að skjótt hafi verið brugðist við og lítið rof orðið á þjónustunni vegna þessa. Öll starfsemi var fljótlega komin í gang á nýjan leik, að sögn hans. Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir varnir bankans hafa staðist árásina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK