Flestir treysta meðmælum frá kunningjum

Sífellt fleiri bera traust til SMS-auglýsinga og umsagna neytenda á …
Sífellt fleiri bera traust til SMS-auglýsinga og umsagna neytenda á netinu. AFP

Fjöldi þeirra sem bera traust til umsagna neytenda á netinu og SMS-auglýsinga í farsíma hefur aukist töluvert síðustu ár. Nýleg könnun MMR á trausti almennings til ýmissa miðla við leit að upplýsingum um vörur og þjónustu sýndi að 44% sögðust bera frekar mikið eða mjög mikið traust til umsagna neytenda á netinu, sem er 9 prósentustiga aukning frá árinu 2010. Fjöldi þeirra sem bera mikið traust til SMS-auglýsinga í farsíma hefur einnig aukist mikið, eða úr 4% árið 2010 í 9% árið 2016.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá MMR.

Þar segir að sem fyrr séu meðmæli frá kunningjum sú boðleið sem neytendur treysta mest í upplýsingaleit um vörur og þjónustu en 82% svarenda sögðust bera mikið traust til meðmæla frá fólki sem þeir þekkja. Þar á eftir komu heimasíður fyrirtækja, sem 46% svarenda sögðust bera mikið traust til og þá sögðust 44% bera mikið traust til umsagna neytenda á netinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK