Spá minnkandi hagvexti í Bretlandi

Að sögn framkvæmdastjórnarinnar skýrist niðursveiflan af óvissunni sem hefur orðið …
Að sögn framkvæmdastjórnarinnar skýrist niðursveiflan af óvissunni sem hefur orðið vegna áætlaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. AFP

Hægast mun verulega á hagvexti í Bretlandi á næstu tveimur árum samkvæmt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Samkvæmt nýjustu spá þeirra mun hagvöxtur í Bretlandi á  þessu ári nema 1,5% og 1,2% á næsta ári miðað við 2% á síðasta ári.

Að sögn framkvæmdastjórnarinnar skýrist niðursveiflan af óvissunni sem hefur orðið vegna áætlaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Þá spáir hún því að hagvöxtur á Evrusvæðinu verði hraðari en í Bretlandi, þ.e. verði 1,6% og 1,8% 2018. Þá er gert ráð fyrir því að verðbólga á Evrusvæðinu verið 1% á þessu ári miðað við 0,2% á síðasta ári.

Frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK