Tryggingafélögin högnuðust um 7,2 milljarða í fyrra

Nokkur stórtjón urðu á nýliðnu ári sem höfðu áhrif á …
Nokkur stórtjón urðu á nýliðnu ári sem höfðu áhrif á félögin. mbl.is/Golli

Tryggingafélögin þrjú sem skráð eru í Kauphöll skiluðu í gær ársuppgjörum sínum fyrir nýliðið ár og þá hefur Vörður einnig gefið út afkomutölur síðasta árs. Samanlagður hagnaður félaganna fjögurra á árinu 2016 nam 7,2 milljörðum króna.

Stjórnir skráðu félaganna hafa gefið út hverjar arðgreiðslutillögur þeirra verða og hljóða þær samanlagt upp á 5,1 milljarð. Ekki hefur verið tekin ákvörðun á vettvangi stjórnar Varðar um hversu há arðgreiðslutillaga verður lögð fyrir aðalfund félagsins.

Hagnaður Sjóvar í fyrra nam tæpum 2,7 milljörðum samanborið við 657 milljónir árið á undan. Hagnaður TM nam tæpum 2,6 milljörðum samanborið við rúma 2,8 milljarða árið á undan.  Hagnaður VÍS nam 1.459 milljónum samanborið við 2.076 milljónir árið 2015. Vörður skilaði 487 milljóna hagnaði 2016 og reyndist það 26% minni hagnaður en árið á undan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK