96% gistirýmis uppbókað um helgina

Á sama tíma og eftirspurn eftir gistingu í Reykjavík er …
Á sama tíma og eftirspurn eftir gistingu í Reykjavík er mikil þá er hótelverðið í borginni með því hæsta í Evrópu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

96% alls gistirýmis í Reykjavík er uppbókað frá fimmtudegi til sunnudags í þessari viku samkvæmt athugun Túrista.is á bókunarvefnum Booking.com. Í höfuðborgum hinna Norðurlandanna er hlutfall frátekinnar gistingar miklu lægra; í Kaupmannahöfn og Helsinki er um helmingur hótelherbergja laus og þrjú af hverjum 4 eru laus í Stokkhólmi og Ósló.

„Meira að segja hjá HotelTonight, sem sérhæfir sig í hótelgistingu með stuttum fyrirvara, er ekkert laust í Reykjavík um helgina en úrvalið er töluvert í hinum norrænum höfuðborgunum,“ segir í frétt Túrista.

Þar segir að líkt og um næstu helgi er hlutfallslega minnsta framboðið af lausum hótelherbergjum í Reykjavík síðustu helgina í mars. Bókunarstaðan í Kaupmannahöfn í lok apríl er hins vegar betri en hér á landi en í maí, júní og júlí er vægi frátekinnar gistingar í Reykjavík á ný það hæsta á Norðurlöndum. Athygli vekur að í Ósló er svo mikið af lausum hótelherbergju að Booking.com gefur ekki upp hlutfall bókanna.

Hafa ber í huga að þó Booking.com sé líklega umsvifamesta hótelbókunarfyrirtæki í heimi þá gefur bókunarstaðan á vefsíðunni ekki fullkomna mynd af gistimarkaðnum í hverri borg fyrir sig. Bent er á að þetta háa hlutfall bókanna í Reykjavík er þó í takt við það sem kom fram í grein Morgunblaðsins í byrjun mánaðar þar haft var eftir bókunarstjóra Fosshótel að næsta lausa helgi væri í október.

Á sama tíma og eftirspurn eftir gistingu í Reykjavík er mikil þá er hótelverðið í borginni með því hæsta í Evrópu samkvæmt úttekt vefsíðunnar Trivago sem ber saman leitarniðurstöður á meira en 200 hótelbókunarsíðum. Þar kemur fram að í janúar borguðu hótelgestir í Reykjavík að jafnaði um 22 þúsund fyrir hefðbundið tveggja manna herbergi.

„Aðeins í Monte Carlo og Genf var verðlagið hærra. Í febrúar hefur meðalverðið á reykvískum hótelum hins vegar hækkað upp í 26.523 krónur og Reykjavík fer þá upp fyrir svissnesku úraborgina og nær öðru sæti á listanum yfir þær evrópsku borgir þar sem gistingin er dýrust,“ segir á vef Túrista.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK