Kerfislægir veikleikar enn til staðar

Ásgeir Jónsson.
Ásgeir Jónsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ásgeir Jónsson, dósent við HÍ og deildarstjóri hagfræðideildar, segir að á Íslandi hafi umfjöllunin um hrunið verið mjög tengd við tiltekna einstaklinga en skort samhengi við það sem var að gerast í umheiminum.

Þá gefi rannsóknarskýrsla Alþingis á mörgum stöðum ónákvæma lýsingu á atburðarás bankahrunsins.

Ásgeir er, ásamt Hersi Sigurgeirssyni, höfundur ritrýndu bókarinnar The Icelandic Financial Crisis, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag. „Sú erlenda ráðgjöf sem landsmenn fengu á þessum tíma kom yfirleitt að takmörkuðum notum – Íslendingar voru neyddir til þess að þreifa sig sjálfir áfram og á endanum voru það oft sérsniðnar innlendar lausnir sem reyndust best. Það er í sjálfu sér ekki auðvelt fyrir aðrar þjóðir að taka upp þessar lausnir óbreyttar,“ segir Ásgeir um eftirmál hrunsins. 

„En reynsla Íslendinga býður samt upp á mjög áhugaverðan lærdóm fyrir aðrar þjóðir.“

Ljóst er að mati Ásgeirs að útilokað sé að vera með alþjóðlegt fjármálakerfi án þess að hafa alþjóðlegan gjaldmiðil sem leiðir til þess að bankarnir standa án raunverulegs lánveitanda til þrautavara líkt og gerðist á Íslandi árið 2008. „En um leið hjálpaði það Íslandi að vera með eigin gjaldmiðil og geta lokað útgönguleiðum úr fjármálakerfinu með fjármagnshöftum.“

Hann segir krefislæga veikleika enn til staðar, og eitt brýnasta verkefni stjórnvalda í dag að selja eignahlut ríkisins í bönkunum. „Felur það of mikla áhættu í sér að ríkissjóður sé svona samtengdur kerfinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK