Reynt að bæta heiminn

Rósbjörg Jónsdóttir.
Rósbjörg Jónsdóttir. mbl.is/Golli

Hvernig get­um við bætt sam­fé­lagið sem við búum í er spurn­ing sem marg­ir velta fyr­ir sér, þar á meðal marg­ir af helstu hugsuðum heims. Ein þeirra leiða til að reyna að ná því mark­miði er að leggja mat á fé­lags­leg­ar fram­far­ir.

Vísi­tala fé­lags­legra fram­fara, VFF (e. Social Progress Index, SPI), er eitt af því sem er nýtt til þess en að sögn Rós­bjarg­ar Jóns­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Cognitio og full­trúa SPI á Íslandi, verður þetta meg­inviðfangs­efni ráðstefn­unn­ar What Works sem hald­in verður í Hörpu 24.-26. apríl. What Works er alþjóðleg ráðstefna um efl­ingu fé­lags­legra fram­fara á óvissu­tím­um.

Þetta er annað árið í röð sem SPI-alþjóðastofn­un­in í Washingt­on ákveður að halda þessa ráðstefnu á Íslandi. Cognito hef­ur um­sjón með ráðstefn­unni í sam­vinnu við bæði inn­lenda og er­lenda sér­fræðinga. Rós­björg komst í kynni við SPI í gegn­um við Michael Port­er, pró­fess­or við Har­vard-há­skóla árið 2014, en hún starfaði fyr­ir ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið Gekon á þeim tíma. Það var Port­er sem kynnti hana fyr­ir Michael Green, CEO SPI, í árs­byrj­un 2015. Hjá Gekon kom hún meðal ann­ars að kort­lagn­ingu, inn­leiðingu og stofn­un ís­lenska ferðaklas­ans sem og inn­leiðingu ís­lenska jarðvarmaklas­ans. Auk þess að byggja upp og þróa alþjóðlegra jarðvarmaráðstefna á Íslandi. Þá leiddi Rós­björg um­sókn Íslend­inga að al­heims­ráðstefnu jarðvarm­ans, World Geot­hermal Congress (WGC 2020), sem verður hald­in hér á landi árið 2020.

Að sögn Rós­bjarg­ar er VFF ný­leg­ur alþjóðleg­ur mæli­kv­arði og unn­inn af Social Progress Im­perati­ve-stofn­un­inni, þar sem meg­in­stefið er að stuðla að því að skapa um­gjörð þar sem hags­mun­ir alls sam­fé­lags­ins eru hafðir að leiðarljósi.

Vísi­tal­an sam­anstendur af fjöl­mörg­um þátt­um sem skipta til­veru fólks mestu máli, þar á meðal er aðgang­ur að heilsu­gæslu, hag­kvæmu hús­næði og mennt­un og staða jafn­rétt­is­mála, trúfrels­is og nátt­úru­vernd­ar. Út frá vísi­töl­unni er hægt að setja fram til­lög­ur um hvernig hægt er að bæta lífs­gæði borg­ara og sam­fé­laga og skapa aðstæður þar sem hverjum ein­stak­ling­i gefst kost­ur á að nýta sín tæki­færi.

Fyrsta ráðstefna What Works var haldin í fyrra en sú ráðstefna þótti tak­ast mjög vel og var því ákveðið að end­ur­taka leik­inn að ári. Framtíðar­sýn What Works er að gera Ísland að ein­um helsta umræðuvett­vangi í heimi um fé­lags­leg­ar fram­far­ir, eins kon­ar Dav­os SPI.

Þegar hef­ur verið gengið frá því að á þriðja tug fyr­ir­les­ara munu ávarpa ráðstefn­una What Works en hún hef­ur verið lengd um tvo daga á milli ára. „Gest­um í fyrra fannst ekki hægt að af­greiða allt sem þyrfti að ræða á ein­um degi og því var ákveðið að verða við ósk­um þeirra og kafa dýpra ofan í efnis­tök­in og gera verk­efnið enn efn­is­meira og ít­ar­legra og því erum við með þriggja daga ráðstefnu núna,“ seg­ir Rós­björg sem ber hit­ann og þung­an af und­ir­bún­ingn­um.

Meðal þeirra sem standa bak við ráðstefn­una hér á landi er Ari­on banki og Deloitte auk for­sæt­is­ráðuneytisins. Eins veit­ir WOW air ráðstefnu­gest­um sér­stök kjör á farmiðum. Meðal er­lendra aðila er Skoll Foundati­on og fleiri.

„Inni­hald ráðstefn­unn­ar er að taka á sig mjög áhuga­verða mynd. Efnis­tökum má skipta í þrjá meg­inþætti: „Lands­lag fé­lags­legra fram­fara“, „Tæki­færi til framþró­un­ar“ og „Höf­um áhrif“. 
Nú þegar eru hátt í 30 inn­lend­ir og er­lend­ir fyr­ir­les­ar­ar staðfest­ir sem koma alls staðar að úr heim­in­um (nú þegar frá yfir 10 þjóðum) og úr öll­um geir­um at­vinnu­lífs­ins, bæði einka­geira og hinu op­in­bera,“ seg­ir Rós­björg.

Spurð um hvers vegna ráðstefna sem þessi sé hald­in á Íslandi seg­ir Rós­björg að Ísland hafi svo margt fram að færa á þessu sviði. Við erum „showca­se“ á svo mörg­um sviðum. Eins skipti miklu máli hversu auðvelt er að koma hingað en ráðstefnu­gest­ir koma alls staðar að úr heim­in­um. Harpa sem ráðstefnu­hús skipti líka gríðarlegu máli því áður en hún kom til sög­unn­ar var fátt um fína drætti þegar kom að stór­um alþjóðleg­um ráðstefn­um.

„Við Íslend­ing­ar búum við svo mik­il lífs­gæði og í svo frá­bæru landi. Þetta er eitt­hvað sem við eig­um að draga fram í stað þess að draga úr. Ísland kem­ur vel út úr mæl­ing­um á VFF og það er ein af mörg­um ástæða þess að ráðstefn­an er hald­in hér,“ seg­ir Rós­björg.

Hún seg­ir að ís­lenskt sam­fé­lag hafi allt frá upp­hafi sýnt að við lát­um okk­ur ein­stak­ling­ana varða. „Vísi­tal­an er mæli­kv­arði á hvernig þjóðum er að tak­ast upp og er t.d. til­val­inn kvarði til að beita við mat á al­heims­mark­miðunum en það er skýrt sam­spil þar á milli,“ að sögn Rós­bjarg­ar.

VFF-vísi­tal­an er reiknuð ár­lega fyr­ir 133 lönd í heim­in­um en hún mæl­ir hve vel hef­ur tek­ist til að tryggja íbú­um aðgengi að grunnþörf­um, tryggja vel­ferð og skapa tæki­færi til að bæta líf sitt. Meðal þátta í VFF-vísi­töl­unni eru aðgang­ur að heilsu­gæslu, mennt­un, hag­kvæmu hús­næði og staða jafn­rétt­is­mála og trúfrelsi.

Rós­björg seg­ir þá sem standa að VFF á Íslandi vilja upp­lýsa Íslend­inga um hvað fel­ist í vísi­töl­unni og hvernig hún geti nýst okk­ur. „Hvernig við get­um borið okk­ur sam­an við, í raun­veru­leg­um sam­an­b­urði, aðrar þjóðir – önn­ur svæði, borg­ir og bæi.

Ég myndi vilja sjá sveit­ar­fé­lög taka upp þessa mæl­ingu því VFF get­ur svo sann­ar­lega nýst þeim á marg­vís­leg­an hátt,“ seg­ir hún. Marg­ar þjóðir í Mið- og Suður-Am­er­íku nýta þenn­an mæli­kv­arða með mark­viss­um hætti og þá hef­ur Evr­ópu­sam­bandið tekið út sín 272 svæði með það að leiðarljósi að for­gangsraða verk­efn­um með mark­viss­ari hætti.

Meðal ræðumanna á ráðstefn­unni er for­sæt­is­ráðherra Íslands, Bjarni Bene­dikts­son, en for­sæt­is­ráðuneytið hef­ur verið í far­ar­broddi  í að koma á betr­um­bót­um í stjórn­sýsl­unni, seg­ir Rós­björg. Roberto Arta­via frá Kosta Rica og vara­for­seti SPI mun einnig flytja er­indi en Rós­björg seg­ir að hann hafi  tekið á móti verðlaun­um Sam­einuðu þjóðanna ný­verið fyr­ir stefnu­mót­un lands­ins á sviði ferðaþjón­ustu en sú stefna bygg­ir á hug­mynda­fræði SPI.  Fern­ando Haddad, fyr­ir­ver­andi borg­ar­stjóri Sao Pau­lo í Bras­ilu, Nath­an Hurst frá HP, Profess­or Scott Stern frá MIT-há­skól­an­um í Bost­on og for­svarsmaður MIT REAP ( Reg­i­onal Enter­pr­euners­hip Accelerati­on Program) sem Há­skól­inn í Reykja­vik er aðili að en hægt er að lesa nán­ar um ráðstefn­una á vef hennar.

Hún seg­ir að VFF snú­ist ekki um að telja krón­ur sem fari út held­ur byggi á út­komu. Hver séu áhrif­in á ein­stak­ling­inn því það sem skipt­ir öllu máli í stóra sam­heng­inu sé ein­stak­ling­ur­inn og líðan hans. „Þetta er stjórn­tæki til þess að draga fram hvernig okk­ur hef­ur tek­ist upp. Hjálp­ar við for­gangs­röðun verk­efna og ákv­arðana. Hvernig get­um við tryggt að fjár­mun­ir séu nýtt­ir á mark­viss­an hátt til að tryggja íbú­um sam­fé­lags­ins bestu lífs­skil­yrði og gæði sem völ er á. Ekki bara verga lands­fram­leiðslu held­ur hvað með Jón Jóns­son? Hvernig líður hon­um? Er hann með hús­næði, renn­andi vatn og svo mætti lengi telja. Vísi­tala fé­lags­legra fram­fara er hin hliðin á pen­ingn­um á meðan verg lands­fram­leiðsla er önn­ur,“ seg­ir Rós­björg.

Máli sínu til stuðnings bend­ir hún á að með VFF sé verið að skoða hvernig vald­haf­ar for­gangsraða verk­efn­um á sama tíma og vald­haf­arn­ir sjá hvernig tókst til. Fyr­ir­tæk­in geta séð hvað nýt­ist þeim sem og sam­fé­lag­inu og lagt sitt af mörk­um með því að stuðla að gagn­kvæm­um virðis­auka. „Það er það sem er svo mik­il­vægt, hvernig þessi keðja vinnur sam­an. Því efna­hags­leg­ur auður trygg­ir ekki fé­lags­leg­an auð, en sam­an get­um við gert gott sam­fé­lag enn betra,“ seg­ir Rós­björg.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK