Óttast áhrif Brexit á fjármálafyrirtæki

Samtök breskra fjármálafyrirtækja hafa látið vinna fyrir sig skýrslu um …
Samtök breskra fjármálafyrirtækja hafa látið vinna fyrir sig skýrslu um möguleg áhrif útgöngunnar úr ESB. AFP

Í skýrsludrögum sem samtök breskra fjármálafyrirtækja hafa látið vinna um áhrif Brexit á banka og fjármálafyrirtæki er varað við að fyrirtækjunum og starfsfólki þeirra muni fara fækkandi í kjölfar Brexit. Þar með muni það grafa undan fjárhagi Bretlands hafi fyrirtækin ekki aðgang að mörkuðum Evrópusambandsins eftir útgönguna.

Reuters segir lögfræðifyrirtækið Freshfields Bruckhaus Deringer hafa samið skýrsluna fyrir TheCityUK, þrýstihóp fjármálafyrirtækja, og að til standi að birta skýrsluna síðar í mánuðinum þegar formlegar útgönguviðræður úr ESB hefjast.

Reuters segir fjármálafyrirtæki þegar vera farin að draga upp mynd af stöðunni og hver hún kunni að vera þegar viðræðum ljúki eftir tvö ár. Eru þau svartsýn á að búið verði að semja um aðgang breskra fjármálafyrirtækja að Evrópumörkuðum á þeim tíma, en samkvæmt skýrslunni mun slík staða einnig hafa veruleg áhrif á þau bresku fyrirtæki sem eiga í litlum viðskiptum við ríki ESB.

Vara skýrsluhöfundar ennfremur við því að núverandi útgönguáætlun gefi fjármálafyrirtækjum of lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir útgönguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK