Mörg hundruð eintök seld á Íslandi

Málið varðar einungis titrarann We-Vibe 4 Plus sem hefur verið …
Málið varðar einungis titrarann We-Vibe 4 Plus sem hefur verið tekinn úr framleiðslu.

Kynlífstækjaframleiðandinn We-vibe hefur fallist á að greiða viðskiptavinum 333 milljónir króna í skaðabætur vegna snjalltitrara er safnaði upplýsingum um notendur. Titrarinn hefur verið seldur í mörg hundruð eintökum hér á landi.

Dómsáttin var gerð vegna hópmálsóknar sem var höfðuð í Illinios-ríki í Bandaríkjunum. Kanadískt móðurfélag We-vibe er nefnist Standard Innovation hefur samþykkt að greiða viðskiptavinum sem tengdu titrarann við app í snjallsíma alls 10.000 Kanadadollara, eða um 833 þúsund krónur, en þeir sem einungis keyptu titrarann og tengdu hann aldrei við appið eiga rétt á endurgreiðslu er nemur 199 dollurum, eða um 16.000 íslenskum krónum.

Titrarinn sem um ræðir nefnist We-Vibe 4 Plus og er bluetooth-tæki sem hægt er að tengja við smáforrit í síma. Var tækið markaðssett fyrir pör sem ættu þannig kost á því að viðhalda sambandinu þrátt fyrir aðskilnað.

Í ljós hefur komið að tækið er mjög illa varið og getur hver sem er í nágrenninu tengst tækinu og tekið yfir stjórnina. Þá safnar smáforritið einnig upplýsingum um notandann og sendir þær aftur til Standard Innovation. Meðal upplýsinga eru hitastig tækis og stillingar á titrara en með þessu er hægt að fylgjast ítarlega með kynlífsiðkun notenda.

Tækinu er hægt að stýra úr nokkurri fjarlægð.
Tækinu er hægt að stýra úr nokkurri fjarlægð.

Hætt í framleiðslu

Fyrirtækið Tantra hefur meðal annarra verið með tækið í sölu á Íslandi. Árni Jónsson, eigandi og framkvæmdastjóri Tantra, segir í samtali við mbl.is að umrætt tæki sé hætt í framleiðslu hjá We-vibe en tvö eintök af því eru enn þá á lager hjá versluninni.

Árni segist ekki kaupa tækin beint frá framleiðanda heldur frá bandarískum dreifingaraðila og segist ekkert hafa heyrt um málsóknina. Ætlar hann að athuga hvernig hann eigi að snúa sér með tækin sem eftir standa í kjölfar fréttanna.

Árni segir að framleiðandinn hafi reglulega uppfært tækin sín og hafa nokkrar tegundir verið í sölu hjá Tantra. Hann segir We-vibe-vörurnar mjög vinsælar og telur að nokkur hundruð tæki af þessari tegund hafi verið seld hér á landi.

„Ég hef alltaf staðið fyrir því að það sem gerist inni í svefnherbergi hjá fólki komi engum öðrum við. Ég segi nú bara það sama með þetta. Þessar upplýsingar koma þeim ekkert við,“ segir Árni og er undrandi yfir upplýsingasöfnun fyrirtækisins. Hann segir framleiðandann mjög stóran og vandaðan. „Þetta kemur mér mjög mikið á óvart.“ 

Málið varðar einungis titrarann We-Vibe 4 Plus sem einnig hefur verið seldur í fleiri verslunum á Íslandi. Tækið hefur verið tekið úr framleiðslu.

Í yfirlýsingu frá Standard Innovation segir að fyrirtækið hafi tekið á öryggismálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK