257 ný fyrirtæki og 67 í þrot

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Nýskráningar einkahlutafélaga í febrúar 2017 voru 257. Í febrúar 2017 voru 67 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta. Flest nýju fyrirtækin tengjast leigustarfsemi en í sömu grein eru flest gjaldþrotin.

Síðustu 12 mánuði, frá mars 2016 til febrúar 2017, hefur nýskráningum einkahlutafélaga fjölgað um 12% í samanburði við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 2.714 ný einkahlutafélög skráð á tímabilinu, borið saman við 2.430 á fyrri 12 mánuðum. Hlutfallsleg fjölgun nýskráninga var mest í leigustarfsemi og ýmissi sérhæfðri þjónustu, þar sem þeim fjölgaði úr 185 í 281 á síðustu 12 mánuðum (52%), og í flutningum og geymslu, þar sem fjölgunin var úr 45 í 66 nýskráningar (47%). Í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum fækkaði nýskráningum á tímabilinu úr 92 í 81 (12%), segir í frétt Hagstofu Íslands.

Gjaldþrotabeiðnum fyrirtækja síðustu 12 mánuði, frá mars 2016 til febrúar 2017, hefur fjölgað um 55% í samanburði við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 974 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu, borið saman við 630 á fyrra tímabili. Á síðasta 12 mánaða tímabili hefur gjaldþrotum fjölgað hlutfallslega mest í leigustarfsemi og ýmissi sérhæfðri þjónustu, þar sem þeim fjölgaði úr 30 í 59 frá fyrra tímabili (97%). Gjaldþrotum fjölgaði í öllum helstu atvinnugreinabálkum frá fyrra tímabili, en þeim fjölgaði hvað hægast í framleiðslu, úr 40 í 51 (28%).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK