Rannsaka meintan saur í kókdósum

AFP

Lögreglan í Lisburn á Írlandi er með til rannsóknar atvik sem kom upp í Coca-Cola verksmiðju borgarinnar í síðustu viku. Svo virðist sem saur hafi fundist í dósum sem átti að nota til framleiðslunnar. Forsvarsmenn verksmiðjunnar ítreka að dósirnar hafi aldrei komist í umferð og að atvikið hafi engin áhrif á aðrar vörur sem til sölu eru. 

Í frétt BBC kemur fram að vélarnar hafi stíflast vegna dósanna og var málið því athugað. Dósirnar koma opnar til verksmiðjunnar en þær eru fylltar áður en þeim er lokað á staðnum. Svo virðist sem saurinn hafi verið í dósunum þegar þær voru afhentar.

Að sögn Coca-Cola hafa allar dósirnar verið teknar úr umferð og eru þær í geymslu vegna rannsóknar lögreglu.

Heilbrigðisyfirvöld í Norður-Írlandi eru einnig með málið á sínu borði en segja í samtali við BBC að ekkert bendi til þess að atvikið hafi áhrif á aðrar vörur sem til sölu eru.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK