Lægsta almenna VSK-þrep Norðurlanda

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að stefnt sé að því að hér á landi verði lægsta almenna virðisaukaskattþrep Norðurlanda. Verður þrepunum þannig þjappað meira saman og færri undanþágur verða frá greiðslu virðisaukaskatts. 

Lægra þrepið stendur í dag í 11% og efra þrepið í 24%.

Þetta kom fram í máli Bjarna á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í dag. Boðaði hann einnig fleiri breytingar þar sem skattkerfið yrði fært til nútímans. Meðal annars að „þögn sé sama og samþykki“ við skil á framtali. Þannig verði aðgerðarleysi túlkað sem staðfesting á framtali.

Í máli Bjarna kom einnig fram að tryggingagjald verður lækkað á núverandi kjörtímabili. Nefndi hann þó ekki hversu mikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK