Tómas opnar þriðja staðinn í London

Röð við nýjan stað Hamborgarabúllu Tómasar í Soho-hverfinu í London.
Röð við nýjan stað Hamborgarabúllu Tómasar í Soho-hverfinu í London. Mynd af Facebook-síðu Tommi's burger joint

Þriðji veitingastaður Hamborgarabúllu Tómasar í London hefur verið opnaður í Soho-hverfinu. Aðrir staðir eru í Marylebone og Chelsea. Fimm ár eru síðan fyrsti staðurinn var opnaður sem pop-up veitingahús í Marylebone.

Samkvæmt frétt Big Hospitality mun Sigurður Gunnlaugsson, sem sér um rekstur staðanna tveggja í London, einnig sjá um þann þriðja. 

Hamborgarabúlla Tómasar rekur í dag 17 veitingastaði; sjö á Íslandi, tvo í Berlín, þrjá í Danmörku, einn í Svíþjóð, einn í Noregi og núna þrjá í London. Til stendur að opna tvo til viðbótar í Osló síðar á þessu ári.

Í London kostar „Tilboð aldarinnar“ sem felur í sér hamborgara, franskar og gos 10,90 pund, eða sem jafngildir 1.532 krónum á núverandi gengi. Á Íslandi kostar sama máltíð 1.890 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK