Hlutabréf í United Airlines á niðurleið

Þota United Airlines.
Þota United Airlines. AFP

Hlutabréf í United Continental Holdings, sem á flugfélagið United Airlines, lækkuðu um 3,5% í verði þegar að Wall Street opnaði í morgun. Flugfélagið hefur verið í umræðunni í gær og í dag eftir að farþegi var dreg­inn frá borði þotu félagsins eft­ir að hafa neitað að fara frá borði.

Yfirbókað var í ferðina sem var á leið frá Chicago til Louisville á sunnudag. Eng­inn bauðst til þess að fara frá borði svo að koma mætti fyr­ir fjór­um starfs­mönn­um flug­fé­lags­ins í farþega­rým­inu. Þá völdu starfs­menn flug­fé­lags­ins fjóra farþega af handa­hófi. En einn þess­ara fjög­urra neitaði hins veg­ar að fara úr sæti sínu. Hann sagðist vera lækn­ir og yrði að verða mætt­ur til vinnu á sjúkra­húsi dag­inn eft­ir. Í kjöl­farið komu þrír ör­ygg­is­verðir um borð og drógu hann úr sæti sínu og út úr vél­inni.

Málið hefur vakið gríðarlega athygli en atvikið var tekið upp á myndbönd og dreift á samfélagsmiðlum. Atvikið hefur jafnframt haft mjög neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir United Airlines og hafa samfélagsmiðlar logað síðan að myndböndin fóru í dreifingu.

Ummæli forstjóra United Airlines, Oscar Munoz, vöktu jafnframt reiði en hann sagði m.a. að flugfélagið hafi „fylgt hefðbundnu verklagi“ og að farþeginn hafi verið „með læti og ófriðsamur“.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK