Macron-áhrif á mörkuðum

AFP

Kjör Emmanuel Macron í embætti forseta Frakklands virðist hafa meiri áhrif á fjármálamörkuðum í Asíu en Evrópu ef marka má fréttir af viðskiptum í kauphöllum heimsins það sem af er degi.

Þegar viðskipti hófust í Evrópu í morgun hækkaði CAC-40 vísitalan í París um 0,2% og DAX í Þýskalandi um 0,3%. Sáralitlar hreyfingar urðu á gengi hlutabréfa í London. 

Aftur á móti tók evran smástökk og er nú rúmlega 1,10 Bandaríkjadalir. Líklegt má telja að flestir hafi gert ráð fyrir að úrslit kosninganna yrðu þessi. Aftur á móti lækkaði gengi evrunnar fljótlega eftir að sérfræðingar á markaði bentu á að gjaldeyrismarkaðir hefðu þegar hækkað vegna niðurstöðu fyrri umferðarinnar og lítil ástæða væri til þess að auka á þá hækkun. 

Nikkei-hlutabréfavísitalan hækkaði um 2,3% í dag og hefur ekki verið hærri í 17 mánuði. Kauphöllin í Tókýó var lokuð frá miðvikudegi til föstudags í síðustu viku. Í Hong Kong hækkaði Hang Seng-vísitalan um 0,5% og í Seúl 2,3%. Hækkunina þar má hins vegar miklu frekar rekja til komandi forsetakosninga þar í landi. Í Sydney hækkaði hlutabréfavísitalan um 0,6%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK