Átta vilja á Rósaselstorg

Þeir sem vilja á Rósaselstorg eru Samkaup hf. fyrir Nettó-verslun, …
Þeir sem vilja á Rósaselstorg eru Samkaup hf. fyrir Nettó-verslun, Olís fyrir bensínafgreiðslu, veitingastaðirnir Grill 66, Kentucy, Taco Bell, Pizzahut og Subway og útivistarmerkið Cintamani.

Verslun Kaupfélags Suðurnesja hefur skrifað undir viljayfirlýsingar við átta aðila um rekstur í nýrri verslunar- og þjónustumiðstöð sem kaupfélagið hyggst reisa við síðasta hringtorgið áður en komið er að Leifsstöð, þar sem leiðir liggja einnig til Sandgerðis, Garðs og Reykjanesbæjar.

Miðstöðin hefur fengið nafnið Rósaselstorg. Auk þess hefur verið skrifað undir viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Garð, en miðstöðin verður í landi sveitarfélagsins. Aðilarnir sem um ræðir eru Samkaup hf. fyrir Nettó-verslun, Olís fyrir bensínafgreiðslu, veitingastaðirnir Grill 66, Kentucy, Taco Bell, Pizzahut og Subway og útivistarmerkið Cintamani.

Skúli Skúlason, stjórnarformaður Kaupfélags Suðurnesja, segir í samtali við Morgunblaðið að enn sé beðið eftir leyfi frá yfirvöldum til að hægt sé að ráðast í skipulag svæðisins, en upphaflega stóð til að ljúka framkvæmdum á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK