Ný Icelandair setustofa í Keflavík

Útsýni yfir flugstarfsemina er frá setustofunni.
Útsýni yfir flugstarfsemina er frá setustofunni.

Í gærkvöldi opnaði Icelandair nýja setustofu, Saga Lounge, í nýrri byggingu á efstu hæð flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Um er að ræða 1.400 fermetra svæði þar sem fer saman norræn hönnun, innblásin af íslenskri náttúru og menningu og útsýni yfir flugstarfsemina á vellinum og alla leið til Snæfellsjökuls.

Nýja setustofan er um tvöfalt stærri en sú eldri, sem var í kjallara flugstöðvarinnar. Sætum og veitingastöðum er fjölgað og þægindi aukin. Icelandair Saga Lounge er einn af fjölsóttari samkomustöðum landsins en gert er ráð fyrir að gestir félagsins þar verði um 120 þúsund á árinu.

Setustofan var hönnuð af Eggert Ketilssyni og Stíg Steinþórssyni, sem höfðu að leiðarljósi  stefnu Icelandair um að bjóða viðskiptavinum endurnærandi íslenska upplifun með lita,- og efnisvali og sérstökum munum eins og afsteypu af þekktum álfasteini.

Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Keflavíkurflugvelli og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri …
Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Keflavíkurflugvelli og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, opna nýju setustofuna með formlegum hætti að viðstöddu fjölmenni.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK