44% lægri velta vegna verkfalls sjómanna

Ef miðað er við heilt ár og nýjustu tölur var …
Ef miðað er við heilt ár og nýjustu tölur var velta í sjávarútvegi 16% lægri á tímabilinu mars 2016 til febrúar 2017 en síðustu tólf mánuði þar á undan. Á sama tíma lækkaði velta í heildverslun með fisk um 15%. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan ferðaskrifstofur og farþegaflutninga á vegum, nam 533 milljörðum króna í janúar og febrúar, sem er 1,3% lækkun miðað við sama tímabil árið 2016. Veltan jókst um 3,6% á tímabilinu mars 2016 til febrúar 2017 miðað við síðustu tólf mánuði þar áður.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Þar er bent á að vegna þess að starfsemi tengd farþegaflutningum og ferðaskrifstofum var ekki virðisaukaskattskyld fyrr en í ársbyrjun 2016, verði að taka tillit til þess þegar velta ársins 2016 er borin saman við fyrri ár.

Velta í allri virðisaukaskattskyldri starfsemi nam 549 milljörðum króna í janúar og febrúar 2017 en það er lækkun um 1% frá sama tímabili 2016.

Velta jókst í flestum einkennandi greinum ferðaþjónustu, t.d. jókst velta í flokknum „rekstur gististaða og veitingarekstur“ um 27% á tímabilinu mars 2016 til febrúar 2017 miðað við síðustu tólf mánuði þar áður.

Einnig jókst velta milli ára í greinunum „byggingastarfsemi, mannvirkjagerð námugreftri og vinnslu jarðefna“ um 36% og í „sölu og viðhaldi á vélknúnum ökutækjum“ um 17%. Telja má líklegt að hluti af þeim vexti gæti verið tilkominn vegna vaxtar í einkennandi greinum ferðaþjónustu.

Velta lækkaði milli ára í sjávarútvegi og heildverslun með fisk. Fyrstu tvo mánuði ársins var velta í sjávarútvegi 44% lægri en á sama tíma í fyrra og má skýra lækkunina með nýafstöðnu verkfalli sjómanna.

Ef miðað er við heilt ár og nýjustu tölur var velta í sjávarútvegi 16% lægri á tímabilinu mars 2016 til febrúar 2017 en síðustu tólf mánuði þar á undan. Á sama tíma lækkaði velta í heildverslun með fisk um 15%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK